Danny Zuko fagnaði sjötugsafmæli sínu

Poppkúltúr | 19. febrúar 2024

Danny Zuko fagnaði sjötugsafmæli sínu

John Travolta, einn af risum kvikmyndasögunnar, fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær, sunnudag. Í tilefni dagsins birti leikarinn myndskeið á Instagram og sýndi frá uppáhalds afmælisgjöf sinni. 

Danny Zuko fagnaði sjötugsafmæli sínu

Poppkúltúr | 19. febrúar 2024

Leikarinn John Travolta eldist vel.
Leikarinn John Travolta eldist vel. Samsett mynd

John Travolta, einn af risum kvikmyndasögunnar, fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær, sunnudag. Í tilefni dagsins birti leikarinn myndskeið á Instagram og sýndi frá uppáhalds afmælisgjöf sinni. 

John Travolta, einn af risum kvikmyndasögunnar, fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær, sunnudag. Í tilefni dagsins birti leikarinn myndskeið á Instagram og sýndi frá uppáhalds afmælisgjöf sinni. 

Travolta, sem er þekktur fyrir leik sinn í einhverjum af vinsælustu bíómyndum allra tíma, birti myndskeið sem sýnir hinn 13 ára gamla Ben, yngsta barn hans og leikkonunnar Kelly Preston, fljúga niður snævi þaktar brekkur á skíðum og sagði hann það bestu afmælisgjöfina. 

„Þetta var uppáhalds afmælisgjöfin. Að sjá son minn skíða líkt og atvinnumann. Ég gæti vart verið stoltari,“ skrifaði Travolta við færsluna. 

Leikarinn birti einnig nokkur myndskeið í Instagram Story en þar sést hann blása á afmæliskerti og gæða sér á ljúffengri afmælisköku ásamt vinum og vandamönnum.

Travolta eignaðist þrjú börn með eiginkonu sinni, leikkonunni Kelly Preston. Hjónin misstu elsta son sinn, Jett, árið 2009. Preston lést eftir tveggja ára baráttu við brjóstakrabbamein árið 2020. 

mbl.is