Eva Laufey deildi fallegu augnabliki á Instagram

Instagram | 20. febrúar 2024

Eva Laufey deildi fallegu augnabliki á Instagram

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, fór út ásamt fjölskyldu sinni í síðustu viku og hefur deilt örfáum ljósmyndum úr fríinu með fylgjendum sínum á Instagram.

Eva Laufey deildi fallegu augnabliki á Instagram

Instagram | 20. febrúar 2024

Eva Laufey Kjaran nýtur lífsins á ströndinni ásamt fjölskyldu sinni.
Eva Laufey Kjaran nýtur lífsins á ströndinni ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, fór út ásamt fjölskyldu sinni í síðustu viku og hefur deilt örfáum ljósmyndum úr fríinu með fylgjendum sínum á Instagram.

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, fór út ásamt fjölskyldu sinni í síðustu viku og hefur deilt örfáum ljósmyndum úr fríinu með fylgjendum sínum á Instagram.

Um helgina birti Eva Laufey einstaklega fallega mynd af sér ásamt dætrum sínum, Ingibjörgu Rósu og Kristínu Rannveigu. Þar sjást mæðgurnar að leik í vatninu og er myndin tekin þegar stúlkurnar knúsa og kyssa stækkandi óléttukúlu móður sinnar, en Eva Laufey og eiginmaður hennar, Haraldur Haraldsson, eiga von á sínu þriðja barni með vorinu. 

Fjölskyldan naut strandarlífsins og veðurblíðunnar í nokkra daga, en um miðja síðustu viku birti Eva Laufey mynd af stúlkunum að róla sér á ströndinni. 

„Morgunbumbuknúsið.“
„Morgunbumbuknúsið.“ Skjáskot/Instagram
mbl.is