Gunnar vildi einn lækka vexti

Vextir á Íslandi | 21. febrúar 2024

Gunnar vildi einn lækka vexti

Ekki var einhugur í peningastefnunefnd Seðlabankans við síðustu vaxtaákvörðun. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi þar lækka vexti bankans, en aðrir nefndarmenn vildu halda þeim óbreyttum.

Gunnar vildi einn lækka vexti

Vextir á Íslandi | 21. febrúar 2024

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka vexti um 0,25%.
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka vexti um 0,25%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki var einhugur í peningastefnunefnd Seðlabankans við síðustu vaxtaákvörðun. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi þar lækka vexti bankans, en aðrir nefndarmenn vildu halda þeim óbreyttum.

Ekki var einhugur í peningastefnunefnd Seðlabankans við síðustu vaxtaákvörðun. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi þar lækka vexti bankans, en aðrir nefndarmenn vildu halda þeim óbreyttum.

Í fundargerð frá síðasta fundi kemur fram að líklega sé farið að nálgast vendipunkt, þó enn væri þörf á háum raunvöxtum. Ákvörðun peningastefnunefndar var kynnt 7. febrúar, en birt í dag. Er alltaf tveggja vikna frestur á birtingu fundargerða nefndarinnar.

Gunnar vildi lækka vextina um 0,25 prósentustig og kaus því gegn tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum. 

Þetta kemur fram í fundagerð frá Seðlabankinn

Tilkynnt var fyrr í mánuðinum að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum eru eins og er 9,25%.

Vilja skýrari merki um hjöðnun

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, Herdís Steingrímsdóttir, dósent og utanaðkomandi nefndarmaður, og Ásgerður Ósk Pétursdóttir, lektor og utanaðkomandi nefndarmaður, kusu öll með tillögu Ásgeirs. 

Gunnar skar sig þannig úr hópnum með því að kjósa gegn henni. 

Í fundagerðinni segir að nefndin hafi sammælast um að áhrif af auknu aðhaldi peningastefnunnar væru að koma hratt fram og að líklega væri farið að nálgast vendipunkt væri enn þörf á háum raunvöxtum í hagkerfinu. 

Þá vildi nefndin sjá skýrari merki um hjöðnun verðbólgunnar, þar sem að enn væri talsverð óvissa um marga lykilþætti í efnahagslífinu. 

mbl.is