Bashar frumsýnir tónlistarmyndband við Wild West

Eurovision | 27. febrúar 2024

Bashar frumsýnir tónlistarmyndband við Wild West

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad frumsýndi tónlistarmyndbandið við lagið „Wild West“ fyrr í dag. Lagið er framlag Bashar í Söngvakeppni sjónvarpsins og er hann einn þeirra sem keppir til úrslita á laugardag. 

Bashar frumsýnir tónlistarmyndband við Wild West

Eurovision | 27. febrúar 2024

Framlag Bashar komst áfram í aðalkeppni Söngvakeppni sjónvarpsins.
Framlag Bashar komst áfram í aðalkeppni Söngvakeppni sjónvarpsins. Samsett mynd

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad frumsýndi tónlistarmyndbandið við lagið „Wild West“ fyrr í dag. Lagið er framlag Bashar í Söngvakeppni sjónvarpsins og er hann einn þeirra sem keppir til úrslita á laugardag. 

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad frumsýndi tónlistarmyndbandið við lagið „Wild West“ fyrr í dag. Lagið er framlag Bashar í Söngvakeppni sjónvarpsins og er hann einn þeirra sem keppir til úrslita á laugardag. 

Tónlistarmaðurinn sendi frá sér stutta yfirlýsingu um lagið, tónlistarmyndbandið og von sína um að sigra Eurovision fyrir Íslands hönd. 

„Wild West fjallar um þrána til að komast í burtu og upplifa allt það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Lagið fjallar um ferðalag mitt frá Palestínu til Íslands sem byrjaði á lítilli hugmynd en varð að veruleika þökk sér samstarfi við íslensku fjölskylduna mína,“ sagði Bashar. 

„Þegar ég var að alast upp þá hefði það haft heilmikla þýðingu fyrir mig að sjá Palestínumann standa á sviði Eurovision, en við höfum ekki fengið tækifæri til að sýna menningu okkar, fegurð, sögu og samfélag. Ég er því þakklátur Íslandi sem er að gefa mér það tækifæri núna og vonast ég til að koma með Eurovision til Reykjavíkur árið 2025.“

mbl.is