Hera Björk elskar framlag Ísraelsmanna

Eurovision | 4. apríl 2024

Hera Björk elskar framlag Ísraelsmanna

Hera Björk Þórhallsdóttir, Eurovisionfari Íslands, kvaðst elska framlag Ísraels í söngvakeppninni í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 

Hera Björk elskar framlag Ísraelsmanna

Eurovision | 4. apríl 2024

Hera Björk Þórhallsdóttir, Eurovisionfari Íslands, kvaðst elska framlag Ísraels í söngvakeppninni í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 

Hera Björk Þórhallsdóttir, Eurovisionfari Íslands, kvaðst elska framlag Ísraels í söngvakeppninni í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. 

Hera er stödd á kynningarviðburði keppninnar í Madríd um þessar mundir og tjáði sig um sönghæfileika ísraelsk-rússnesku söngkonunnar Eden Golan.

„Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ sagði Hera við spyrillinn.

Hera hefur síðar sagt að sér finnist framkoma Ísrael við palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. 

Hét upphaflega October Rain

Framlag Golan, lagið Hurricane, hét fyrst October Rain og vísaði með beinum hætti til árása Hamas-samtakanna hinn 7. október í fyrra, sem varð um 1.200 Ísraelsmönnum að bana. Hóf Ísraelsher víðtækar árásir á Gasasvæðinu í kjölfarið, sem sagðar eru hafa orðið meira en 30.000 manns að bana.

Var October Rain talið of pólitískt og vísað frá keppninni en höfundar lagsins hagræddu texta lagsins í takt við ábendingar Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva og úr varð framlagið Hurricane

Spurð um markmið sitt í keppninni kvaðst Hera mest af öllu skemmta sér og hrífa áhorfendur sína með sér.

Eigum öll rétt á okkar skoðunum

Spyrill miðilsins spurði þá út í hvernig Heru þætti að einn lagahöfundanna, Ásdís María Viðars­dótt­ir, hefði tekið ákvörðun um að fylgja ekki laginu í kepnina og hefði sagt að Palestínumaðurinn og söngvari lagsins Wild West, Bashar Murad, hefði frekar átt að keppa fyrir hönd Íslands. 

„Ég var auðvitað leið yfir því að hún hefði komist að þessari niðurstöðu en ég skil hana. Hún er með sterkar skoðanir á ástandinu og ég skil alveg ákvörðun hennar. Og ég virði hana,“ svaraði Hera. 

„Við eigum öll rétt á okkar skoðunum og ég held að það sé gott fyrir Eurovision-samfélagið að við hugsum aðeins meira um skoðanir hvors annars því við erum sjaldan á sama máli.“ 

Vona að þið séuð örugg

Hera keppti sjálf í Tel Aviv árið 2010 og sagði spyrillinn hana eiga fjölda aðdáanda í Ísrael sem styðji hana alla leið í ár. Spurð hvaða skilaboð hún hafi til ísraelskra aðdáenda sinna kvaðst Hera þakklát fyrir stuðninginn.

„Ég vona að þið séuð örugg og að þið munið njóta keppninnar. En ég vona að Eurovision verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eigum erfitt með þetta stríð og þetta brjálæði sem er í gangi,“ sagði Hera og talaði beint til ísraelsku þjóðarinnar.

„Ég er á móti stríði“

Ekki eru allir par sáttir með þátttöku Heru Bjarkar né afstöðu hennar gagnvart þátttöku Ísraels í keppninni og hefur undirskriftarlisti m.a. verið stofnaður í kjölfar viðtalsins þar sem farið er fram á að Heru verði skipt út fyrir þátttakandann sem lenti í öðru sæti keppninnar, en það er jú Bashar Murad.

Hafa umræður skapast inni á samfélagsmiðlum en þar hafa margir bent á að Hera Björk sé talsmaður SOS barnaþorpanna og hafi talað fyrir því að fólk gerðist stuðningsforeldrar barna á Gasasvæðinu í fyrra og þekki því til ástandsins. Þykir sumum það því skjóta skökku við að Hera umberi ekki einungis þátttöku Ísraels heldur beinlínis hrósi henni. 

Í kjölfar fréttar Vísis um málið hefur Hera aftur á móti sent inn ábendingu og segir þar orð sín hafa verið tekin úr samhengi. 

„Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is