Hvetur til sniðgöngu Eurovision

Eurovision | 3. mars 2024

Hvetur til sniðgöngu Eurovision

Ýmsir hafa hvatt til sniðgöngu á Eurovision-keppninni í ár, þar á meðal Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, til þess að mótmæla stríðsátökum á Gasaströndinni.

Hvetur til sniðgöngu Eurovision

Eurovision | 3. mars 2024

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmsir hafa hvatt til sniðgöngu á Eurovision-keppninni í ár, þar á meðal Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, til þess að mótmæla stríðsátökum á Gasaströndinni.

Ýmsir hafa hvatt til sniðgöngu á Eurovision-keppninni í ár, þar á meðal Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, til þess að mótmæla stríðsátökum á Gasaströndinni.

Kemur þetta fram í færslu Alexöndru á Facebook þar sem hún tekur fram að um enga óvild sé að ræða í garð Heru Bjarkar.

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad laut í lægra haldi gegn Heru í gærkvöldi. 

Alexandra segir málið vera einfalt: „Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu.“ Margir sem hefðu sniðgengið keppnina hafi séð sér þann leik á borði að kjósa Bashar, til þess að senda skýr skilaboð.

„Hefðu verið sterk skilaboð“

„Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst. Ég reyndar veit ekki hvort það hefði dugað mér, svona miðað við hvað er í gangi, en ég skil að fólki fannst það ágætis lausn.“

Ekkert bendir til annars en að Hera muni taka þátt í Eurovision en RÚV hefur tilkynnt að sú ákvörðun sé í höndum framlags Íslands.



mbl.is