Forseti Ísraels vill breyta Eurovision-lagi landsins

Eurovision | 3. mars 2024

Forseti Ísraels vill breyta Eurovision-lagi landsins

Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni endurskoða texta framlags síns, Ocotber Rain, í Eurovision-keppninni sem skírskotar til fórnarlamba árásar Hamas þann 7. október sem hratt af stað stríðsátökum á Gasaströndinni.

Forseti Ísraels vill breyta Eurovision-lagi landsins

Eurovision | 3. mars 2024

Isaac Herzog, forseti Ísraels, vill laga texta ísraelska framlagsins.
Isaac Herzog, forseti Ísraels, vill laga texta ísraelska framlagsins. AFP

Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni endurskoða texta framlags síns, Ocotber Rain, í Eurovision-keppninni sem skírskotar til fórnarlamba árásar Hamas þann 7. október sem hratt af stað stríðsátökum á Gasaströndinni.

Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni endurskoða texta framlags síns, Ocotber Rain, í Eurovision-keppninni sem skírskotar til fórnarlamba árásar Hamas þann 7. október sem hratt af stað stríðsátökum á Gasaströndinni.

Stjórnendur Eurovision hafa varað við því að framlaginu verði hafnað í núverandi mynd þar sem reglur keppninnar leggja bann við pólitískum skilaboðum.

„Þau voru góð börn“

Ísraelska ríkissjónvarpið Kan lýsti því yfir í dag að Isaac Herzog, forseti Ísraels, hafi kallað eftir „nauðsynlegum breytingum“ á texta lagsins, til þess að Ísrael geti tekið þátt í keppninni. Ísrael hefur unnið Eurovision fjórum sinnum.

Framlag Ísraels er flutt af Eden Colan, sem er hálfur Ísraeli og hálfur Rússi, og verður það frumflutt þann 10. mars næstkomandi. Í laginu October Rain hefur setningin „þau voru góð börn, hvert og eitt þeirra“ hlotið gagnrýni. Lagið endar á orðunum:

„Ég missi andann, get engu lofti andað að mér. Ég á mér engan stað,“ en texti lagsins er birtur í heild á heimasíðu ísraelska ríkissjónvarpsins.

mbl.is