Ragnar segir framlag Bashar Murad frábært listaverk

Eurovision | 10. mars 2024

Ragnar segir framlag Bashar Murad frábært listaverk

„Ég hef upplifað svæsna pólitíska hluti í sýningum mínum í löndum sem maður ætti kannski ekki að sýna í. Þetta hafa verið ótrúlegar upplifanir sem hafa kennt mér mikið um eðli frelsisins og eðli illskunnar. Ég hef náð því að skilja heiminn á annan hátt en ella,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sem er í ítarlegu viðtalið við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Ragnar segir framlag Bashar Murad frábært listaverk

Eurovision | 10. mars 2024

Ragnar er hrifinn af Eurovision-lagi Palestínumannsins Bashar Murad.
Ragnar er hrifinn af Eurovision-lagi Palestínumannsins Bashar Murad. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég hef upplifað svæsna pólitíska hluti í sýningum mínum í löndum sem maður ætti kannski ekki að sýna í. Þetta hafa verið ótrúlegar upplifanir sem hafa kennt mér mikið um eðli frelsisins og eðli illskunnar. Ég hef náð því að skilja heiminn á annan hátt en ella,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sem er í ítarlegu viðtalið við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Ég hef upplifað svæsna pólitíska hluti í sýningum mínum í löndum sem maður ætti kannski ekki að sýna í. Þetta hafa verið ótrúlegar upplifanir sem hafa kennt mér mikið um eðli frelsisins og eðli illskunnar. Ég hef náð því að skilja heiminn á annan hátt en ella,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sem er í ítarlegu viðtalið við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Ragnar sýndi í Ísrael árið 2016.

„Þegar ég kom þarna hélt ég að átökin milli Ísrael og Palestínu væru flóknara mál en margir vildu vera láta en það er hræðilegt að verða vitni að því sem er að gerast þarna. Þetta varð allt saman einfaldara þegar maður sá með eigin augum hvað Palestínumenn eru beittir hrikalegri kúgun. Heyrði afmennskunina í tali fólks. Maður fann að þetta myndi enda í einhvers konar þjóðarmorði. Það lá í loftinu að það væri verið að bíða eftir tækifæri.“

„Öll list er í eðli sínu pólitísk,“ segir Ragnar.
„Öll list er í eðli sínu pólitísk,“ segir Ragnar. mbl.is/Eyþór

Keppnin pólitísk í eðli sínu

Ragnar er hrifinn af Eurovision-lagi Palestínumannsins Bashar Murad. 

„Öll list er í eðli sínu pólitísk. Mér finnst hlægilegt þegar fólk segir til dæmis að Eurovision eigi ekki að vera pólitískt, það er pólitískt í eðli sínu,“ segir Ragnar og vísar í Eurovision-lag Bashar Murad. „Hann er að gera frábært listaverk og þjónar engum áróðurstólum. Hann syngur um kúreka sem er tákn vestræna heimsins. Á einum stað segir: „Ég ætla að fara í vestrið villt þar sem illt og spillt er besta fólkið.“ Þetta er geggjuð lína. Að fara í villta vestrið er metafóra fyrir það að fara inn í hinn vestræna heim. Kúrekinn er eins og táknmynd um flóttamanninn í leit að einhverju betra. Svo kemur: Þó ég geri mjög gott mót, fari fót fyrir fót er ég aldrei hólpinn.

Í þessu eru djúpar pólitískar vísanir. Það er ekki hægt að gera svona listræna snilld nema brjóta einhverjar reglur. En það á ekki að setja listamenn í mót, það er hlægilegt að heimta að þeir hagi sér eftir gefnum reglum. Listamenn eru frjálsir í eðli sínu.

Það þarf ótrúlegt hugrekki fyrir mann í stöðu Bashar Murad að vera jafn frjáls í sköpun sinni og hann er. Vonbrigði að hann vann ekki en stuðningurinn sem hann fékk hér var ótrúlegur. Við megum vera stolt af því. En hann er kannski að etja við öfl sem eru aðeins öflugri en kosningakerfi Söngvakeppninnar ræður við,“ segir Ragnar.

mbl.is