Krefjast þess að símakosning verði endurtekin

Eurovision | 3. mars 2024

Krefjast þess að símakosning verði endurtekin

Einar Hrafn Stefánsson, lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppninni í gær, krefst sjálfstæðrar rannsóknar á atkvæðagreiðslu keppninnar og að símakosning verði endurtekin.

Krefjast þess að símakosning verði endurtekin

Eurovision | 3. mars 2024

Palestínumaðurinn Bashar Murad flutti lagið Wild West en Hera Björk …
Palestínumaðurinn Bashar Murad flutti lagið Wild West en Hera Björk hafði betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Hrafn Stefánsson, lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppninni í gær, krefst sjálfstæðrar rannsóknar á atkvæðagreiðslu keppninnar og að símakosning verði endurtekin.

Einar Hrafn Stefánsson, lagahöfundur lagsins Wild West sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppninni í gær, krefst sjálfstæðrar rannsóknar á atkvæðagreiðslu keppninnar og að símakosning verði endurtekin.

Frá þessu greinir Vísir, sem kveðst hafa bréf Einars undir höndunum sem hann er sagður hafa sent forsvarsmönnum keppninnar í dag. 

Hera Björk hafði bet­ur gegn Bash­ar í ein­vígi Söngv­akeppni sjón­varps­ins í gærkvöldi en eins og greint var frá í gær hefur Rík­is­út­varpið kosn­inga­app sitt, Rúv stjörnur, til skoðunar eft­ir að myndskeið af meint­um galla við kosn­ingu í ein­vígi Söngv­akeppn­inn­ar var birt á Facebook. 

Einar Hrafn Stefánsson er liðsmaður teknósveitarinnar Hatara, sem fór mikinn …
Einar Hrafn Stefánsson er liðsmaður teknósveitarinnar Hatara, sem fór mikinn í Eurovision í Ísrael árið 2019. Eggert Jóhannesson

Vilja rannsókn frá óháðum aðila

Á myndbandinu má sjá fólk gera til­raun til að kjósa Bash­ar en svo virðist sem at­kvæðið renni til Heru Bjark­ar.

Í bréfi Einars, stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, er farið fram á sjálfstæða rannsókn af óháðum aðila á því hvort kosningin hafi verið réttilega framkvæmd.

Einnig er farið fram á að símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann.
mbl.is