Allt virkaði af hálfu Vodafone í símakosningunni

Eurovision | 4. mars 2024

Allt virkaði af hálfu Vodafone í símakosningunni

Allt virkaði eins og það átti að virka af hálfu Vodafone í sms- og símakosningu Söngvakeppninnar. Engar tæknilegar bilanir sem myndu koma í veg fyrir að atkvæði skilaði sér fundust við skoðun.

Allt virkaði af hálfu Vodafone í símakosningunni

Eurovision | 4. mars 2024

Sesselía segir að Vodafone sé búið að afhenda Ríkisútvarpinu öll …
Sesselía segir að Vodafone sé búið að afhenda Ríkisútvarpinu öll gögn er varða kosninguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt virkaði eins og það átti að virka af hálfu Vodafone í sms- og símakosningu Söngvakeppninnar. Engar tæknilegar bilanir sem myndu koma í veg fyrir að atkvæði skilaði sér fundust við skoðun.

Allt virkaði eins og það átti að virka af hálfu Vodafone í sms- og símakosningu Söngvakeppninnar. Engar tæknilegar bilanir sem myndu koma í veg fyrir að atkvæði skilaði sér fundust við skoðun.

Þetta segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá Vodafone, í samtali við mbl.is.

Eins og greint hefur verið frá krefst Ein­ar Hrafn Stef­áns­son, laga­höf­und­ur lags­ins Wild West sem Bashar Murad flutti í Söngv­akeppn­inni, sjálf­stæðrar rann­sókn­ar á at­kvæðagreiðslu keppn­inn­ar og að síma­kosn­ing verði end­ur­tek­in.

„Það bara gekk allt eins og það átti að ganga,“ segir Sesselía aðspurð.

Ekki næst í forsvarsmenn

Sesselía segir að Vodafone sé búið að afhenda Ríkisútvarpinu öll gögn er varða kosninguna. Spurð því hvernig sé hægt að útskýra myndband sem virðist sýna atkvæði ekki skila sér segir hún:

„Það geta verið margar ástæður fyrir því og erfitt að svara út frá einstaka sögum. Það þarf alltaf að skoða hvert mál. En það er búið að skoða alveg og búið að senda öll gögn, kerfislega virkaði allt eins og það átti að virka.“

Rík­is­út­varpið hefur kosningaapp sitt, Rúv stjörn­ur, til skoðunar eft­ir að mynd­skeið af meint­um galla við kosn­ingu í ein­vígi Söngv­akeppn­inn­ar var birt á Facebook.

Mbl.is hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra án árangurs.

mbl.is