Ísrael klifrar yfir Ísland í veðbönkum

Eurovision | 3. mars 2024

Ísrael klifrar yfir Ísland í veðbönkum

Ísland hefur fallið um fimm sæti í Eurovision-veðbönkum frá því að Hera Björk vann Söngvakeppnina í gær með laginu Scared of Heights. Á sama tíma hefur Ísrael hækkað um nokkur sæti og situr nú fyrir ofan Ísland.

Ísrael klifrar yfir Ísland í veðbönkum

Eurovision | 3. mars 2024

Lag Ísraelsmanna nefnist Ocot­ber Rain og þykir það skír­skot­un til …
Lag Ísraelsmanna nefnist Ocot­ber Rain og þykir það skír­skot­un til fórn­ar­lamba árásar Ham­as þann 7. októ­ber. Samsett mynd

Ísland hefur fallið um fimm sæti í Eurovision-veðbönkum frá því að Hera Björk vann Söngvakeppnina í gær með laginu Scared of Heights. Á sama tíma hefur Ísrael hækkað um nokkur sæti og situr nú fyrir ofan Ísland.

Ísland hefur fallið um fimm sæti í Eurovision-veðbönkum frá því að Hera Björk vann Söngvakeppnina í gær með laginu Scared of Heights. Á sama tíma hefur Ísrael hækkað um nokkur sæti og situr nú fyrir ofan Ísland.

Samkvæmt Euroviosion world er Íslandi nú spáð 8. sæti í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en í gærkvöldi var landinu spáð 3. sæti, áður en von var úti um að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi verða fulltrúi Íslands í keppninni.

Hera Björk vann Söngvakeppnina með laginu Scared of Heights.
Hera Björk vann Söngvakeppnina með laginu Scared of Heights. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísrael fer hærra

Ísrael situr í 7. sæti og hefur því hækkað eitthvað frá því í gær. Lag Ísraels verður ekki opinberað fyrr en 10. mars en texti þess hefur verið birtur í heild á heimasíðu ísraelska ríkissjónvarpsins.

Lagið nefnist Ocot­ber Rain og þykir það skír­skot­un til fórn­ar­lamba árás­ar Ham­as þann 7. októ­ber sem hratt af stað stríðsátök­um á Gasa­strönd­inni. Ísra­elsk stjórn­völd hafa til­kynnt að þau muni end­ur­skoða texta fram­lags síns. Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan flytur lagið.

Króatía er enn í 1. sæti í veðbönk­um en fulltrúi Króata er Baby Lasagna sem mun flytja lagið Rim Tim Tagi Dim. Hér að neðan má sjá fram­lag Króata.

Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain.
Eden Golan er flytjandi ísraelska lagsins October Rain. Skjáskot/EurovisionWorld
mbl.is