„Hann átti þetta engan veginn skilið“

Eurovision | 3. apríl 2024

„Hann átti þetta engan veginn skilið“

Eftir að Hera sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins er óhætt að segja að viðbrögð fólks hafi verið sterk á báða bóga en söngkonan segir að svo miklar og sterkar tilfinningar fylgi keppninni að viðbrögðin hafi ekki komið á óvart. 

„Hann átti þetta engan veginn skilið“

Eurovision | 3. apríl 2024

Eftir að Hera sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins er óhætt að segja að viðbrögð fólks hafi verið sterk á báða bóga en söngkonan segir að svo miklar og sterkar tilfinningar fylgi keppninni að viðbrögðin hafi ekki komið á óvart. 

Eftir að Hera sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins er óhætt að segja að viðbrögð fólks hafi verið sterk á báða bóga en söngkonan segir að svo miklar og sterkar tilfinningar fylgi keppninni að viðbrögðin hafi ekki komið á óvart. 

Dagarnir á eftir voru allskonar

Hera Björk segir ummæli fólks á netinu hafa verið ljót og rætin. Ekki bara í hennar garð heldur einnig í garð Bashar Murad sem lenti í öðru sæti í keppninni í ár.

„Það var alveg ömurlegt að lesa þessi ummæli um Bashar. Ég fann aldrei neitt annað frá honum en samkennd og hlýju, stuðning og þakklæti.“ 

Hera segir umræðuna á netinu í garð Bashars hafa sært hana því hún hafi séð hvað það þarf mikið hugrekki til að gera það sem hann gerði í keppninni. 

„Hann átti þetta engan veginn skilið,“ segir Hera um þau orð sem látin voru falla á netinu um Bashar.

„Það er svo leiðinlegt þegar við sjáum okkar verstu hliðar opinberast“

Dagana og vikurnar eftir Söngvakeppnina segir Hera að verstu hliðar fólks hafi litið dagsins ljós. Þykir henni leitt hversu ómálefnaleg umræða á netinu er algeng og hvað margir leyfa sér að segja í gegnum netið. 

Hera er búin að vera viðloðin Eurovision og Söngvakeppni sjónvarpsins í langan tíma. Hún sigraði árið 2010 með lagið Je ne sais quois og það ár urðu einnig átök eftir sigur hennar þar sem fólk skiptist í fylkingar með og á móti.

„Það voru átök þegar ég vinn 2010. Þá vinn ég sko kónginn, hin eina sanna Bubba og það fór allt á hliðina en það bara man það engin og samfélagsmiðlar voru ekki svona aktívir þá. Við vorum sökuð um lagastuld og þjóðin þeir sem kusu mig voru sakaðir um fordóma gegn færeyingum. Fólk grípur alls konar.“

Langar ekki að viðhalda þessari neikvæðu orku

Það eru miklar tilfinningar og ástríða sem fylgja þessari keppni segir Hera. Það segir hún ekki bara eiga við þegar hún er að keppa og nefnir keppnina árið sem Friðrik Dór Jónsson og María Ólafsdóttir í því samhengi.

„Þegar María vann Friðrik Dór og það varð alveg allt vitlaust og það hafa verið svona leiðindi sem hafa verið að taka sig upp á hverju ári og ömurlegt á horfa og ég veit að bæði Friðrik Dór og Maríu finnst ömurlegt að horfa upp á það.“

Hera talar um að orkan í samfélaginu eigi ekki að breytast í neikvæða orku bara af því að sá sem þú vildir að myndi fara með sigur af hólmi vann ekki. Segist hún ekki vilja né ætla sér að viðhalda þeirri orku.

Þetta er ástand sem ekkert okkar er sammála

„Þó andlitið á mér kveiki miklar tilfinningar, veki sterk tilfinningaviðbrögð þá verður við einhvern veginn að hugsa. Reyna að taka okkur niður á það sem þetta er. Þetta er ástand sem ekkert okkar er sammála. Það er mín trú að það að ég fari ekki í Eurovision, ég sé ekki hvernig það á að breyta þessu ástandi,“ segir Hera og trúir því að hún geti haft meiri áhrif með því að mæta til Malmö og eiga samtalið. 

mbl.is