Dómnefnd Söngvakeppninnar opinberuð

Eurovision | 2. mars 2024

Dómnefnd Söngvakeppninnar opinberuð

Nöfn þeirra sem skipa dómnefnd Söngvakeppni sjónvarpsins í ár hafa verið birt að því er Rúv greinir frá. Úrslit keppninnar fara fram í kvöld og verður þá ákveðið hver stígur á stóra sviðið fyrir Íslands hönd.

Dómnefnd Söngvakeppninnar opinberuð

Eurovision | 2. mars 2024

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar er í kvöld.
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar er í kvöld. Samsett mynd

Nöfn þeirra sem skipa dómnefnd Söngvakeppni sjónvarpsins í ár hafa verið birt að því er Rúv greinir frá. Úrslit keppninnar fara fram í kvöld og verður þá ákveðið hver stígur á stóra sviðið fyrir Íslands hönd.

Nöfn þeirra sem skipa dómnefnd Söngvakeppni sjónvarpsins í ár hafa verið birt að því er Rúv greinir frá. Úrslit keppninnar fara fram í kvöld og verður þá ákveðið hver stígur á stóra sviðið fyrir Íslands hönd.

Dómnefndin er skipuð fjölbreyttum hópi úr tónlistarsamfélaginu. Má þar nefna Árna Matthíasson, tónlistarblaðamann og rithöfund og söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu auk Elínar Hall tónlistarkonu. 

Listinn í heild:

  • Vigdís Hafliðadóttir söngkona
  • Sindri Ástmarsson dagskrárstjóri Iceland Airwaves
  • Erna Hrönn söngkona og útvarpskona
  • Árni Matthíasson tónlistarblaðamaður og rithöfundur
  • Sigríður Beinteinsdóttir söngkona
  • Einar Bárðarson stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar 
  • Elín Hall tónlistarkona
mbl.is