„Palestínska Lady Gaga“ í Söngvakeppninni

Eurovision | 2. mars 2024

„Palestínska Lady Gaga“ í Söngvakeppninni

Framlag palestínska tónlistarmannsins Bashar Murad í Söngvakeppninni, lagið Villta vestrið, hefur gripið athygli fjölmiðla víða um heim. Viðtal við Murad birtist hjá The Telegraph í fyrradag. 

„Palestínska Lady Gaga“ í Söngvakeppninni

Eurovision | 2. mars 2024

Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins.
Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framlag palestínska tónlistarmannsins Bashar Murad í Söngvakeppninni, lagið Villta vestrið, hefur gripið athygli fjölmiðla víða um heim. Viðtal við Murad birtist hjá The Telegraph í fyrradag. 

Framlag palestínska tónlistarmannsins Bashar Murad í Söngvakeppninni, lagið Villta vestrið, hefur gripið athygli fjölmiðla víða um heim. Viðtal við Murad birtist hjá The Telegraph í fyrradag. 

Vísað hefur verið til Murad sem „palestínsku Lady Gaga“ en framlag hans er jafnframt talið til þess fallið að gera Eurovision-keppnina pólitíska.

Vekja athygli á reglum keppninnar

Í frétt breska miðilsins The Telegraph segir að söngvari sé þekktur sem hin palestínska Lady Gaga og sé líklegur til þátttöku í Eurovision, sem auki hættu á því að keppnin muni litast af stríðsátökum á Gasatröndinni. 

Í samtali við The Telegraph segir Murad aðspurður að hann sé að sjálfsögðu mótfallinn því að Ísrael taki þátt. 

„En ég legg mesta áherslu á að veita palestínsku þjóðinni rödd á stóra sviðinu. Í fyrsta skiptið í sögunni.“

Skoða framlag Ísraels

Stjórn Eurovision skoðar nú gaumgæfilega framlag Ísraels, sem ber heitið October Rain, en Hamas gerðu árás á Ísrael í október sem hratt af stað stríðinu sem nú stendur yfir.

Breski miðillinn The Times tekur í svipaðan streng og er þar dregið fram að keppnin hafi sett strangar reglur gegn pólitískum skilaboðum. 

Úrslit í kvöld

Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í kvöld og stendur valið milli fimm laga. Auk Murad stendur valið á milli atriða VÆB, Heru Bjarkar, ANITU og Siggu Ózkar. 

Ríkisútvarpið mun hafa samráð við sigurvegara Söngvakeppninnar hvort hann vilji taka þátt í Eurovision sem fer fram í Malmö í Svíþjóð í maí. 

mbl.is