Birta og Helga í Good Morning Washington

Hönnun | 8. mars 2024

Birta og Helga í Good Morning Washington

Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og Birta Rós Brynjólfsdóttir, hönnuður hjá Stúdíó Fléttu voru gestir í sjónvarpsþættinum Good Morning Washington til þess að ræða hátíðina Taste of Iceland sem fer fram næstu tvo daga í Washington. Á hátíðinni er íslenskri menningu, hönnun, bókmenntum og mat gert hátt undir höfði.  Auk Helgu og Birtu voru Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundar gestir í þættinum. 

Birta og Helga í Good Morning Washington

Hönnun | 8. mars 2024

Birta Rós Brynjólfsdóttir og Helga Ólafsdóttir mættu í beina útsendingu …
Birta Rós Brynjólfsdóttir og Helga Ólafsdóttir mættu í beina útsendingu á þættinum Good Morning Washington.

Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og Birta Rós Brynjólfsdóttir, hönnuður hjá Stúdíó Fléttu voru gestir í sjónvarpsþættinum Good Morning Washington til þess að ræða hátíðina Taste of Iceland sem fer fram næstu tvo daga í Washington. Á hátíðinni er íslenskri menningu, hönnun, bókmenntum og mat gert hátt undir höfði.  Auk Helgu og Birtu voru Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundar gestir í þættinum. 

Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars og Birta Rós Brynjólfsdóttir, hönnuður hjá Stúdíó Fléttu voru gestir í sjónvarpsþættinum Good Morning Washington til þess að ræða hátíðina Taste of Iceland sem fer fram næstu tvo daga í Washington. Á hátíðinni er íslenskri menningu, hönnun, bókmenntum og mat gert hátt undir höfði.  Auk Helgu og Birtu voru Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundar gestir í þættinum. 

HönnunarMars fer fram hérlendis 24.-28. apríl og segir Helga að allt það nýjasta sem er að gerast í heimi hönnunar og arkitektúrs verði til umfjöllunar á hátíðinni. 

„Það var mikil stemming að fara í beina útsendingu í sjónvarpinu hér í Washington eftir langt flug og lítinn svefn. Allt gekk vel og minna stress að fara í svona stórt studio en ég bjóst við. Ég var spurð út í HönnunarMars hátíðina og hvað einkennir íslensku hönnunarsenuna. Þau voru mjög hrifin af Pítsustund og sú sem tók viðtalið vildi taka eitt stykki íslenska ullarpitsu með sér heim,“ segir Helga. 

Birta Rós er stödd í Washington ásamt Hrefnu Sigurðardóttur og Ýr Jóhannsdóttur en saman reka þær Stúdíó Fléttu. Hönnun þeirra, Pítsustund, hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2023 en verkefnið var kynnt á HönnunarMars í fyrra. Á Pítsustund þæfa hönnuðirnir ullarpítsur úr afgöngum frá íslenskum ullariðnaði og selja viðskiptavinum eins og venjulegar pítsur en verkefnið er frumlegt og gott dæmi um hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar með eftirminnilegri upplifun og áhugaverðri félagslegri tilraun. 

Birta og Helga tóku sig vel út i settinu.
Birta og Helga tóku sig vel út i settinu.
Ýr Jóhannsdóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir og Helga Ólafsdóttir.
Ýr Jóhannsdóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir og Helga Ólafsdóttir.
Hér eru hönnuður í Stúdíó Fléttu með pítsur sínar í …
Hér eru hönnuður í Stúdíó Fléttu með pítsur sínar í settinu.
mbl.is