Birgitta Líf og Enok blésu til heljarinnar veislu

Frægar fjölskyldur | 8. maí 2024

Birgitta Líf og Enok blésu til heljarinnar veislu

Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, samfélagsmiðlastjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jónssonar var skírður um síðastliðna helgi.

Birgitta Líf og Enok blésu til heljarinnar veislu

Frægar fjölskyldur | 8. maí 2024

Birnir Boði var glæsilegur í dimmbláum jakkafötum í stíl við …
Birnir Boði var glæsilegur í dimmbláum jakkafötum í stíl við föður sinn. Samsett mynd

Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, samfélagsmiðlastjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jónssonar var skírður um síðastliðna helgi.

Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, samfélagsmiðlastjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jónssonar var skírður um síðastliðna helgi.

Drengurinn, sem fæddist þann 8. febrúar síðastliðinn, hlaut nafnið Birnir Boði, en hann var skírður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. 

Að lokinni athöfn var blásið til heljarinnar veislu á veitingastaðnum Sjáland sem er staðsettur við sjávarsíðuna í Garðabæ.

Veislan var hin glæsilegasta og gestalistinn eftir því, en stærsti áhrifavaldur landsins, Sunneva Eir Einarsdóttir, var meðal gesta. 

Birgitta Líf hefur verið dugleg að deila myndum frá athöfninni og veislunni á Instagram-síðu sinni, en samfélagsmiðlastjarnan fékk meðal annars plötusnúðinn Dóru Júlíu til að snúa plötum og skemmta veislugestum. Einnig var boðið upp á gómsætar veitingar, tónlistaratriði og myndakassa, sem féll í kramið hjá veislugestum.
mbl.is