Forseti Kongó myrtur

Laurent Kabila, forseti Kongó.
Laurent Kabila, forseti Kongó. AP

Haft er eftir belgíska utanríkisráðuneytinu að forseti Lýðveldisins Kongó, Laurent Kabila, sé látinn eftir að hafa verið skotinn af lífverði sínum í valdaránstilraun sem gerð var í dag. Haft er eftir embættismanni í Kinshasa að forsetinn hafi fengið byssukúlu bæði í bakið og annan fótinn. Hann var fluttur alvarlega særður með þyrlu á sjúkrahús í Kinshasa en lést þar skömmu síðar.

Kabila hefur verið við völd síðan 1997 þegar hann steypti Mobutu Sese Seko einræðisherra af stóli.
mbl.is