Átta látast úr matareitrun í Eþíópíu

Að minnsta kosti átta manns létust úr matareitrun í Eþíópíu og nærri tvö hundruð veiktust þegar nýárshátíð stóð sem hæst í þorpi um 200 km vestur af höfuðborginni Addis Ababa.

Fólkið, sem hafði lagt sér til munns hrátt kjöt af nýslátruðum uxa, tók að kvarta um höfuð- og magaverki fljótlega á eftir og fékk niðurgang og hita. Skömmu síðar höfðu átta látist og nærri tvö hundruð lágu veikir þegar hjúkrunarlið kom til þorpsins.

mbl.is