Aðstandendur fórnarlamba árásanna í Lundúnum fá 11.000 pund í bætur

52 létust í árásum hryðjuverkamanna í neðanjarðarlestum og strætisvagni í …
52 létust í árásum hryðjuverkamanna í neðanjarðarlestum og strætisvagni í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. AP

Fjölskyldur þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í júlí munu fá 11.000 pund, jafnvirði tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur samkvæmt áætlun breskra stjórnvalda um bætur til handa aðstandendum fórnarlamba glæpaverka.

Fram kemur í frétt BBC að til samanburðar megi nefna að aðstandendur fólks sem lést í hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum 11. september 2001, hafi fengið um 2 milljónir punda í bætur vegna hvers og eins einstaklings sem týndi lífi í þeim.

Breska innanríkisráðuneytið greiðir árlega út um 200 milljónir punda í tengslum við áætlunina, segir greiðslurnar rausnarlegri en víðast hvar þekkist.

Aðstandendur fórnarlambanna segja bæturnar hins vegar „aumkunarverðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert