Engin friðhelgi veitt ákærðum liðsmönnum herforingjastjórnar Pinochet

Michele Bachelet ræðir við forseta Argentínu, Nestor Kirchner þann 22. …
Michele Bachelet ræðir við forseta Argentínu, Nestor Kirchner þann 22. mars sl. Reuters

Michelle Bachelet, forseti Chile, greindi frá því í dag að enginn sá myndi njóta friðhelgi sem ákærður hefur verið fyrir að fremja voðaverk fyrir herforingjastjórn Augusto Pinochet á árunum 1973-1990. Fjölskylda Bachelet var pyntuð af liðsmönnum Pinochet og sjálf var hún fangelsuð og pyntuð en tókst að flýja land.

Bachelet sagði að brotið hefði verið gegn þúsundum manna og ekkert leyfði slíka friðhelgi. Stutt er síðan argentínsk yfirvöld sviptu fjölda manna friðhelgi sem taldir eru hafa pyntað fólk og myrt í hinu svokallaða „óhreina stríði“ einræðisstjórnarinnar í Argentínu á sínum tíma. Bachelet sagði þetta við vígsluathöfn minnisvarða um fórnarlömb Pinochet-stjórnarinnar í dag.

Talið er að stjórn Pinochet hafi myrt 3.000 manns í valdatíð sinni. Faðir Bachelet lét lífið eftir að hafa verið pyntaður í fangelsi herforingjastjórnarinnar.

mbl.is