Lést eftir skot úr rafbyssu

Kanadíska lögreglan hyggst minnka notkun á rafbyssum.
Kanadíska lögreglan hyggst minnka notkun á rafbyssum. Reuters

Kanadísk yfirvöld rannsaka nú dauða manns sem lést í haldi lögreglu eftir að hann hafði verið yfirbugaður með rafbyssu á mánudaginn var. Maðurinn sem var 36 ára missti meðvitund á lögreglustöðinni í Simcoe í Ontario-fylki og var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.

Nokkrum dögum fyrir andlát mannsins hafði kanadíska lögreglan tilkynnt að hún myndi draga úr notkun á rafbyssum. Kannanir hafa leitt í ljós að um þriðjungur þeirra sem fá stuð úr slíkum byssum þurfa á læknisaðstoð að halda eftir rafskotið.

Dauðsfallið á mánudaginn var er það 21. sinnar tegundar í Kanada.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert