Norðmenn fordæma ákvörðun Rússa

Jonas Gahr Störe.
Jonas Gahr Störe. Reuters

Norðmenn fordæma rússnesk stjórnvöld og segja að það sé enginn lagalegur grundvöllur fyrir því að Rússar geti viðurkennt sjálfstæði Georgíuhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu.

„Noregur getur ekki séð viðunandi eða lagalegan grundvöll fyrir slíkri viðurkenningu. Noregur styður fullveldi Georgíu,“ segir Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs.

Hann segir leitt að Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands, hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna í gær. Hann bætti því við að hann hafi áhyggjur af því hvaða áhrif ákvörðun Rússa muni hafa, bæði á svæðinu og á alþjóðavísu.

Noregur styður aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem miða að því að finna varanlega lausn á landamærum Georgíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina