Eldur borinn að fórnarlömbunum

Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin átti sér stað.
Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem árásin átti sér stað.

Matti Juhan Saari, sem skaut sjálfan sig og tíu samnemendur sína til bana í gær, þekkti flestöll fórnarlömbin persónulega. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Kauhajoki í Finnlandi í dag að átta hinna látnu voru konur en tveir karlar. Níu þeirra voru í prófi er árásin átti sér stað. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Einnig kom fram á fundinum að vísbendingar séu um að hann hafi ætlað sér að brenna skólann, þar sem árásin átti sér stað, til kaldra kola. Mun hann hafa kveikt í á nokkrum stöðum í húsinu en flestir eldanna slokknað af sjálfu sér. Kveikti hann m.a. eld í stofunni þar sem prófið fór fram og voru fórnarlömbin níu sem létust þar öll með alvarleg brunasár.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, hefur krafist þess að  fram fari rannsókn á aðdraganda árásarinnar en greint hefur verið frá því að Saari hafi verið yfirheyrður af lögreglu daginn áður en hún var framin.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert