Minnkandi gas í Evrópu

Gasleiðslur í Úkraínu.
Gasleiðslur í Úkraínu. Reuters

Níu Evrópulönd hafa tilkynnt um minnkandi gasbirgðir í kjöflar deilu Rússa við Úkraínu um flutning og greiðslur fyrir jarðgas. Sendisveit fór til Úkraínu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og forsetaskrifstofu ESB í dag til að ræða við úkraínsk yfirvöld. 

Sendisveitin ráðgerir að hitta einnig yfirmenn ríkisfyrirtækisins Gazprom sem hætti að senda gas um leiðslur til Úkraínu á nýársdag. Talsmaður ESB sagði í dag að hann væri fullviss um að evrópskir neytendur yrðu ekki fyrir óþægindum vegna deilunnar þó ekki sjái fyrir enda hennar í bráð. Jarðgas er notað víða í Evrópu til upphitunar húsa.

Upp úr sauð um áramótin þegar Gazprom hætti að flytja gas til Úkraínu eftir að samningur ríkjanna féll úr gildi og ekki varð komist að samkomulagi um nýjan.

Flestar gasleiðslur frá Rússlandi liggja um Úkraínu til Evrópu en Rússar hafa sakað Úkraínumenn um að stela gasi úr leiðslunum og að þeir skuldi Rússum himinháan gasreikning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert