Umdeildum helgistað verði skipt

Dómstóll á Indlandi kvað í gær upp þann dóm að skipta bæri helgu svæði í bænum Ayodhya á milli hindúa og múslíma. Deila þeirra um svæðið hefur valdið mannskæðum átökum á síðustu áratugum. Hundruð þúsunda lögreglu- og hermanna voru á varðbergi á götum indverskra borga þegar dómurinn var kveðinn upp þar sem óttast var að óeirðir blossuðu upp. Sala áfengis var bönnuð á mörgum stöðum og skrifstofum og skólum var lokað.

Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, hvatti hindúa og múslíma til að sýna stillingu og virða dóminn.Lögmenn hindúa og múslíma sögðust ætla að áfrýja dómnum til hæstaréttar landsins. Hindúar voru þó ánægðir með þá niðurstöðu dómstólsins að þeir ættu að hafa yfirráð yfir stað sem þeir telja vera fæðingarstað hindúaguðsins Rama. Hindúar rifu niður mosku á staðnum fyrir átján árum og ætla að reisa þar hof.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert