Tillögur um evrópskan virðisaukaskatt

Fánar Evrópusambandsins við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í dag til, að tekinn yrði upp sérstakur virðisaukaskattur í aðildarríkjum sambandsins sem notaður verði til að fjármagna starfsemi Evrópusambandsins að hluta.

Framkvæmdastjórnin kynnti nýjar tillögur um fjármögnun sambandsins, svo sem að hluti af skatti á fjármagnshreyfingar renni til Evrópusambandsins, sérstakt gjald á flugferðir og uppboð á losunarheimildum vegna gróðurhúsalofttegunda.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert