Japanski hvalveiðiflotinn til veiða

Japanska hvalveiðiskipið Yushin Maru.
Japanska hvalveiðiskipið Yushin Maru. Reuters

Japanski hvalveiðiflotinn lagði af stað í morgun frá vesturhluta Japans áleiðis í Suðurhöf til árlegra vísindaveiða, aðallega á hrefnu.

Þrjú skip sigldu út úr höfninni í Shimonoseki og fór verksmiðjuskipið Yushin Maru í fararbroddi. Samkvæmt vísindaáætlun, sem Japanar lögðu fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið, stendur til að veiða 900 hrefnur og langreyðar á vertíðinni.  

Síðasta vertíð var stytt um mánuð vegna aðgerða Sea Shepherd á hvalamiðunum og veiðin var aðeins um fimmtungur af kvótanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...