Gríska þingið samþykkir niðurskurð

Lucas Papademos forsætisráðherra Grikklands á þinginu í dag.
Lucas Papademos forsætisráðherra Grikklands á þinginu í dag. AP

Gríska þingið hefur samþykkt umdeildar niðurskurðartillögur. Mikil mótmæli hafa verið í Aþenu, höfuðborg landsins, í dag. Hafa mótmælin aðallega verið fyrir utan þinghúsið þar sem tillögurnar hafa verið ræddar í dag.

Áætlunin sem nú hefur verið samþykkt felur í sér verulegan niðurskurð í opinberum útgjöldum en hann er sagður nauðsynleg forsenda þess að Grikkir hljóti 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Atkvæði um frumvarpið voru greidd nú í kvöld á gríska þinginu. Umræður um frumvarpið hafa staðið í allan dag.

mbl.is