Fiskur veiðir fugla

Stangveiðimenn við ána Tarn í Suður-Frakklandi eru því vanir að fuglar steypi sér niður í ána og grípi fisk sér til matar. Nú hafa hlutverkin eiginlega snúist við því upp á síðkastið hafa þeir orðið vitni að því að fiskur hefur veitt fugla. 

Þannig hafa þeir séð til fiska, allt að tveggja metra langar fengrani, stökkva upp úr vatninu og grípa dúfur sem sest hafa á yfirborðið til að svala þorsta sínum og snurfusa sig.

Vísindamenn við rannsóknarsetur í náttúrufræðum í borginni Toulouse töldu að hér væri um „fiskisögur“ að ræða er þeir höfðu spurnir af frásögnum silungsveiðimannanna. Skunduðu samt á vettvang til að ganga úr skugga um hvað væri á seyði. Staðfestu þeir ekki einungis sögurnar heldur kvikmynduðu fuglaveiðar fengranans við árbakkana við bæinn Albi.

Þeir töldu 54 atlögur fengranans að dúfum á árbakkanum. Í 15 atlögum, rúmlega fjórðungi þeirra, náði fiskurinn að góma fugl, draga hann niður í vatnið og éta. Þeir sögðu þetta hafa verið eins og að fylgjast með háhyrningum sem skjótast upp í fjöru til að veiða seli.

Það vakti athygli að fengraninn lét fugla sem stóðu kyrrstæðir í vatninu í friði. Lagði hann einungis til atlögu við dúfur sem voru á ferð við bakkan og ollu titringi í vatninu með hreyfingum sínum.

mbl.is
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...