Stefnir í stjórnarskipti í Japan

Shinzo Abe
Shinzo Abe Reuters

Útgönguspár benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn í Japan hafi unnið sigur í þingkosningunum í Japan, sem fram fóru í dag. Allt bendir því til að Shinzo Abe taki á ný við starfi forsætisráðherra.

Frjálslyndi flokkurinn fór með völd í Japan nær óslitið í 50 ár fram til 2009. Útgönguspár benda til að flokkurinn fái meirihluta þingmann. Abe var forsætisráðherra Japans á árunum 2006-2007.

Abe hét því í kosningabaráttunni að binda enda á 20 ára stöðnun í efnahagsmálum Japans. Hann vill líka að Japan sýni meiri ákveðni í samskiptum við Kína.

Demókrataflokkurinn í Japan hefur farið með völdin í Japan síðan 2009. Yoshihiko Noda forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir því að tvöfalda söluskatt, en sú tillaga er mjög umdeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...