Búist við öngþveiti í bönkum Kýpur á morgun

Frá mótmælum í Níkósíu, höfuðborg Kýpur, í dag.
Frá mótmælum í Níkósíu, höfuðborg Kýpur, í dag. AFP

Stjórnvöld á Kýpur staðfestu í dag að bankar landsins myndu verða opnaðir klukkan 10 í fyrramálið. Búist er við talsverðu öngþveiti, en landsmenn hafa ekki getað stundað bankaviðskipti í rúma tíu daga eða frá 16. mars. 

Fyrstu sjö dagana sem bankarnir verða opnir geta viðskiptavinir að hámarki tekið út 3.000 evrur. 

Um fimmtán hundruð manns mótmæltu í Nikósíu höfuðborg Kýpur í dag. Fólkið mótmælti neyðarláninu sem gengið var frá fyrr í vikunni. Bankastjóra stærsta banka landsins, Kýpurbanka, var sagt upp störfum í dag og er talið að það hafi verið að kröfu erlendra kröfuhafa.

Fjármálaráðherra Kýpur greindi frá því í dag að fólk sem ætti sparifé í  Laiki bankanum ætti á hættu að glata um 80% af þeim innistæðum sem væru yfir hundrað þúsund evrur. Talið er að þeir sem eiga fé í Kýpurbanka muni tapa fjórum evrum af hverjum tíu.

Stéttarfélag bankastarfsmanna á Kýpur, ETYK, segir félagsmenn reiðubúna til starfa en biðlar til Kýpverja um að taka reiði sína ekki út á starfsfólki bankanna. „Við berum ekki ábyrgð á ástandinu, við erum líka fórnarlömb þessara aðstæðna og mörg okkar eru í afar slæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu frá ETYK.

mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...