Thatcher minnst á breska þinginu

Margaret Thatcher við útför eiginmanns síns, Sir Dennis Thatcher, árið ...
Margaret Thatcher við útför eiginmanns síns, Sir Dennis Thatcher, árið 2003. AFP

Breska þingið kemur saman á aukafundi í dag til að minnast Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem lést í fyrradag 87 ára að aldri.

David Cameron, forsætisráðherra landsins, Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra og Ed Miliband leiðtogi Verkamannaflokksins munu tala fyrir hönd stærstu stjórnmálaflokka landsins og síðan taka aðrir til máls.  Nokkrir þingmenn hafa tilkynnt að þeir muni ekki sækja fundinn í dag í mótmælaskyni við þá stefnu sem Thatcher stóð fyrir.

Útför Thatcher verður gerð í næstu viku. Elísabet drottning og Filippus prins verða þar viðstödd, en drottning er að öllu jöfnu ekki við útfarir nema um sé að ræða konungborið fólk og hefur ekki verið við útför neins forsætisráðherra síðan Winston Churchill var jarðsettur árið 1965.

Búist er við að fjöldi fyrirmenna víða að úr heiminum verði viðstaddur og hafa verið miklar vangaveltur um hverjum hafi verið boðið. Meðal nafna sem nefnd hafa verið eru Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna og Nancy Reagan, áður forsetafrú í Bandaríkjunum en eiginmaður hennar, Ronald Reagan, og Thatcher voru miklir mátar.

Margir hafa orðið til þess að votta Thatcher virðingu sína.
Margir hafa orðið til þess að votta Thatcher virðingu sína. AFP
Skiptar skoðanir voru um Thatcher í stjórnartíð hennar og einnig ...
Skiptar skoðanir voru um Thatcher í stjórnartíð hennar og einnig eftir andlát hennar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina