Bönnuðu transstúlku að nota kvennasalerni

Coy Mathis.
Coy Mathis.

Foreldrar transstúlku sem er nemandi í fyrsta bekk í grunnskóla hafa unnið mál gegn skólayfirvöldum sem neituðu að leyfa stúlkunni, sem fæddist í líkama drengs, að nota kvennasalernið í skólanum hennar.

Stúlkan, Coy Mathis, hefur mestmegnis gengið í stúlkufötum undanfarið ár. Í vegabréfum hennar og skilríkjum segir að hún sé kvenkyns. Í desember höfðu skólayfirvöldin samband við móður hennar og sögðu að Coy mætti nota drengjasalernið eða salerni fyrir bæði kynin á kennarastofunni og á skrifstofu hjúkrunarfræðingsins, en ekki kvennasalernið. Skýringin sem var gefin var sú að ekki þyrfti eingöngu að taka tillit til Coy heldur einnig til annarra nemenda í skólabyggingunni og foreldra þeirra. Einnig þyrfti að líta til þeirra áhrifa sem strákur með karlkynskynfæri sem notaði kvennasalernið gæti haft eftir því sem hann yrði eldri. „Ég held að þið hljótið að skilja að eftir því sem Coy verður eldri og kynfæri hans þroskast líkt og aðrir líkamshlutar hans, mun sumum foreldrum og nemendum þykja óþægilegt að hann noti kvennasalernið,“ stóð í bréfi sem lögmanni fjölskyldunnar barst.

Móðir Coy segist himinlifandi að Coy geti snúið aftur í skólann en eftir að henni var bannað að nota kvennasalernið ákváðu foreldrar hennar að kenna henni heima. „Skólar ættu ekki að mismuna nemendum sínum,“ sagði Kathryn Mathis. „Það eina sem við vildum var að skólayfirvöld kæmu fram við Coy eins og aðrar litlar stúlkur. Við erum hæstánægð með að nú verði komið fram við hana á sama hátt og aðra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...