Hælisleitandinn er ekki 15 ára

Heimilið er fyrir hælisleitendur á aldrinum 14 til 17 ára …
Heimilið er fyrir hælisleitendur á aldrinum 14 til 17 ára sem eru í Svíþjóð án foreldra eða fylgdarmanna. AFP

Hælisleitandinn sem stakk Alexöndru Mezher, 22 ára starfsmann á heimili fyrir unga hælisleitendur, var ekki fimmtán ára líkt og hann hafði haldið fram. Heimilið er fyrir hælisleitendur á aldrinum 14 til 17 ára sem eru í Svíþjóð án foreldra eða fylgdarmanna.

Maðurinn, sem er eldri en 18 ár, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm vegna málsins. Hann er frá Sómalíu og hefur dvalið á geðsjúkrahúsi í Gautaborg frá því að árásin átti sér stað. Telegraph greinir frá málinu en Göteborgs-Posten sagði fyrst frá.

163 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Var ein á vakt þegar hún var stungin

Frétt mbl.is: Börnin héldu árásarmanninum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert