Segja forseta Úsbekistans allan

Islam Karmov, forseti Úsbekistan, sem mögulega er látinn.
Islam Karmov, forseti Úsbekistan, sem mögulega er látinn. AFP

Tyrknesk stjórnvöld halda því fram að Islam Karimov, sem hefur ráðið ríkjum í fyrrverandi sovétlýðveldinu Úsbekistan undanfarna tvo áratugi, sé látinn. Yfirvöld í Úsbekistan hafa ekki staðfest lát forsetans, sem hefur glímt við veikindi að undanförnu.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Úsbekistans í morgun kom fram að Karimov væri þungt haldinn og að heilsu hans hefði hrakað eftir að hann fékk slag. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði hins vegar á ríkisstjórnarfundi að Karimov væri látinn og færði Úsbekum samúðarkveðjur.

Karimov hefur stjórnað Úsbekistan harðri hendi frá því áður en landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt stjórn hans harðlega fyrir að berja niður alla andstöðu.

mbl.is