Óttast að fórnarlömbin skipti hundruðum

Knattspyrnuvöllur Crewe
Knattspyrnuvöllur Crewe Vefur Crewe

Varað er við því að von sé á holskeflu barnaníðsmála í breskum íþróttafélögum á næstunni í kjölfar þess að fjórir knattspyrnumenn hafa tjáð sig opinberlega um ofbeldi sem þeir urðu fyrir af

Simon Bailey, sem stýrir rannsókn lögreglunnar, segir að á næstu dögum og vikum eigi slíkum málum eftir að fjölga verulega en fjögur lögregluembætti vinna að rannsókninni. 

Knattspyrnumennirnir Andy Woodward, Steve Walters, Chris Unsworth og Jason Dunford lýstu ofbeldinu sem þeir urðu fyrir af hálfu þjálfara síns í æsku, Barry Bennell.

Bennell, sem er 62 ára í dag, var handtekinn í Flórída árið 1992 fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og hefur ítrekað verið dæmdur fyrir brot gegnum börnum.

Bailey segir að alls konar tilkynningar um brot berist nú til lögreglunnar og úr ólíkum íþróttagreinum. Hann efast ekki um að forsvarsmenn annarra íþróttagreina muni upplýsa um slíkt ofbeldi innan sinna vébanda. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem hafa komið fram og greint frá ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Enda séu móttökurnar aðrar sem fólk fær af hálfu lögreglunnar í dag en fyrir nokkrum áratugum.

Robbie Savage
Robbie Savage www.dcfc.co.uk

Robbie Savage, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, spilaði fyrir Crew 1994-97 óttast að fórnarlömbin skipti hundruðum bara í knattspyrnunni. Hann segist vera einn þeirra heppnu sem sluppu við misnotkun af hálfu þjálfarans, Bennell, en hann var þjálfari Savage frá 11 ára aldri. „Þessir strákar voru allir á þeim aldri að það eina sem þeir vildu í heiminum var að verða knattspyrnumenn,“ segir hann í viðtali við Mirror. 

Hann telur að þeir hafi verið of hræddir til þess að segja nokkrum frá eða þeir hafi verið dauðhræddir um að ef þeir gerðu það þá væri knattspyrnudraumurinn á enda.

Bennell, sem starfaði fyrir Crewe, Manchester City og Stoke City, beitti unga drengi kynferðislegu ofbeldi í þrjá áratugi, allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa nauðgað breskum dreng á fótboltaferðalagi í Flórída árið 1994 og 9 ára dóm fyrir 23 kynferðisbrot gegn sex drengjum í Englandi árið 1998. Hann var fangelsaður á ný 2015 fyrir kynferðisbrot gagnvart dreng í fótboltabúðum í Macclesfield, Norðvestur-Englandi árið 1980. 

Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Crewe, Dario Gradi, segir að félagið muni fara í innanhúsrannsókn á tengslum Bennells við félagið. Crewe hefur staðfest að sett verði á laggirnar lögfræðingaráð til þess að fara fyrir sjálfstæðri rannsókn hvernig félagið tók á kvörtunum drengja á árunum áður.

Landsliðsfyrirliði Englands, Wayne Rooney, fylgist með málinu líkt og flestir Bretar og hvetur hann þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi að leita sér aðstoðar.  

Frétt mbl.is: Forsvarsmenn Crewe vissu af misnotkuninni

Frétt mbl.is: Þjálfarinn nauðgaði honum 100 sinnum

Frétt BBC

Barry Bennell hefur þegar hlotið níu ára fangelsisdóm.
Barry Bennell hefur þegar hlotið níu ára fangelsisdóm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert