Selja sig fyrir mat

AFP

Ungir flóttamenn og drengir, sem eru einir á flótta, selja sig á götum úti í Gautaborg í Svíþjóð til þess að eiga fyrir mat. Þetta segja hjálparsamtök í borginni en kaupendur kynlífsins eru einkum eldri karlar búsettir í borginni.

Caroline Casco, framkvæmdastjóri Göteborgs Räddingsmission, segir þetta í viðtali við sænska sjónvarpið í gær en samtökin hafa það að markmiði að aðstoða fólk sem starfar í kynlífsiðnaði borgarinnar. Hún segir að sífellt ungir drengir leiti út á götur Gautaborgar þar sem þeir selji eldri körlum blíðu sína. 


Hún segir að ábendingar hafi borist um að hópar ungra pilta, sem hefur verið synjað um hæli þar sem þeir eru frá Afganistan sem sænsk yfirvöld telja öruggt land, starfi á íbúðahótelum sem eru vændishús. Þar sem þeim hefur verið synjað um hæli þá fái þeir enga aðstoð frá hinu opinbera og eigi því ekki í nein önnur hús að venda. 

Lögreglan í Gautaborg staðfestir að hafa heyrt um málið en að hún hafi ekki neinar staðfestar upplýsingar til að vinna eftir. 

Einn þessara drengja, Amir, kom frá Afganistan til Svíþjóðar fyrir ári. Hann var fullur eftirvæntingar og átti sér þann draum að fara í háskólanám og læra tannlækningar. Eftir nokkra mánuði á götunni verður hann sífellt vonlausari um betri tíð en hann er eitt 35 þúsund fylgdarlausra barna sem komu til Svíþjóðar sem flóttamenn í fyrra.

Amir segir að hann hafi verið 17 ára þegar hann kom til Gautaborgar og fékk fljótt inni í flóttamannamiðstöð og hóf nám. Amir segir að hann hafi verið svo glaður og haldið að björt framtíð biði sín. Umsóknarferlið tók ekki langan tíma og þar sem hann var að verða 18 ára sá Útlendingastofnun ekki ástæðu til þess að veita honum vernd.

Svíar hafa hert hælisreglur og er Afganistan oft ekki álitið hættulegt land. Þegar Amir var tjáð að honum hafi verið synjað um hæli forðaði hann sér í skjól og er í felum líkt og fjölmargir aðrir í hans stöðu. „Þetta var algjört áfall. Ég var svo sannfærður um að ég fengi hæli,“ segir Amir í viðtali við SVT. 

Amir er, líkt og margir aðrir sem koma frá Afganistan til Svíþjóðar, hazari en þeir eru persneskumælandi minnihlutahópur. Amir kemur frá svæði sem er undir yfirráðum talibana og segir að hann verði tekinn af lífi snúi hann aftur heim.

Nú flakkar Amir um götur Gautaborgar og sefur utandyra eða í stigagöngum. Stundum eyðir hann dögunum á bókasafninu við lestur og reynir að læra sænskuna. 

Að öðru leyti snýst lífið um að lifa af en hann átti sparifé sem er að verða búið. Hvað bíður hans þá veit hann ekki en vill frekar fara í svarta vinnu en að taka þátt í glæpum.

Fréttir SVT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...