Djúpstæður klofningur vestra

Hægt er að finna ýmis merki um að Bandaríkin séu að klofna eftir svipuðum línum og gerðist í borgarstríðinu á sjöunda áratugi 19. aldar. Afar ólíkar áherslur er að finna í mismunandi fylkjum landsins, trú hefur mikil áhrif á samfélagsmál í suðrinu á meðan frelsi hefur meira vægi við strendurnar. Þetta bendir Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands á í viðtali við mbl.is. 

Guðmundur hefur rannsakað þjóðríki í sínum sagnfræðistörfum og hann segir stöðuna sem sé að koma upp í Bandaríkjunum vera afar athyglisverða. Donald Trump, nýkjörin forseta Bandaríkjanna, segir hann að hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera sameiningartákn og ef eitthvað er hafi hann alið á klofningi með því að taka sterka afstöðu í málum á borð við réttindabaráttu samkynhneigðra, gegn fóstureyðingum og nú síðast með því að takmarka ferðir múslimskra þjóða til Bandaríkjanna.

Ólíkar áherslur af þessum toga hafa lengi verið áberandi í bandarískri pólitík og skiptast fylki greinilega eftir stuðningi við repúblikana eða við demókrata. Guðmundur segir hinsvegar að nú sé að birtast staða sem ekki hafi sést lengi. „Klofningurinn á milli þessara hreinræktuðu repúblikanafylkja og þessara hreinræktuðu demókratafylkja er að verða það mikill að það getur vel verið að það sé það sem kemur út úr þessari breytingu,“ segir Guðmundur og á við forsetatíð Trumps. 

Togstreita á milli þeirra sem vilja að fylkin sjálf eigi að hafa meira sjálfstæði og þeirra sem vilja að alríkið eigi að hafa meiri völd er ekki ný af nálinni. Guðmundur segir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi haft mikið um gerð regluverksins í landinu m.a. um borgaraleg réttindi með tilliti til fóstureyðinga, réttinda samkynhneigðra og stöðu kristinnar trúar í opinberu lífi. Fari þessar áherslur Hæstaréttar að breytast verulega segir Guðmundur ljóst að klofningurinn á milli ríkja landsins eigi eftir að verða enn dýpri og að ómögulegt sé að spá um þróun mála.

mbl.is ræddi við Guðmund um ástand mála í Bandaríkjunum en hann nam í Cornell háskóla í Bandaríkjunum og skrifaði bókina Íslenska Þjóðríkið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
Heimavík
...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...