Hóta að eyðileggja varnir Sýrlands

Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael.
Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael. AFP

Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, hefur hótað því að eyðileggja loftvarnarkerfi Sýrlands eftir að skotið var á ísraelskar herþotur þegar þær gerðu loftárásir á nokkur skotmörk í landinu.

„Næst þegar Sýrlendingar nota loftvarnarkerfið gegn herþotum okkar munum við eyðileggja það án þess að hika,“ sagði Lieberman í samtali við ísraelska ríkisútvarpið.

Að sögn forsætisráðherrans voru skotmörk herþotanna vopnasendingar á leið til Hezbollah-hreyfingarinnar í Líbanon.

Sýrlenski herinn greindi frá því að ein ísraelsk herþota hefði verið skotin niður og önnur orðið fyrir flugskeyti en ísraelski herinn segir þetta ekki rétt. Engin vél hafi orðið fyrir skoti.

Um er að ræða alvarlegasta áreksturinn milli ríkjanna frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út fyrir sex árum.

Ísraelar tóku stærstan hluta Golan-hæða eignanámi frá Sýrlandi árið 1967 og innlimuðu svæðið árið 1981. Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir átökum á landamærum ríkjanna síðustu áratugi eiga ríkin tæknilega enn í stríði.

Loftvarnarkerfi Ísraela á Golan-hæðum. Kerfið skaut niður eitt af flugskeytum …
Loftvarnarkerfi Ísraela á Golan-hæðum. Kerfið skaut niður eitt af flugskeytum Sýrlendinga. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert