Fær ekki að vera með einkanúmerið „GRABHER“

Þetta einkanúmer gengur ekki að mati yfirvalda í Nova Scotia.
Þetta einkanúmer gengur ekki að mati yfirvalda í Nova Scotia. Skjáskot af Twitter

Yfirvöld í Nova Scotia í Kanada hafa innkallað 25 ára gamla einkabílnúmeraplötu þar sem hún er talin geta valdið misskilningi.

Eigandi plötunnar fékk bréf frá bifreiðaskráningaryfirvöldum í Nova Scotia á síðasta ári þar sem honum var tilkynnt að númeraplatan yrði innkölluð en hún skartar eftirnafni hans,  Grabher. Í bréfinu er útskýrður sá möguleiki á að fólk myndi misskilja plötuna og halda að hún væri að senda frá sér „óásættanleg“ skilaboð.

Hægt er að túlka Grabher sem „Grab her“ eða „hrifsaðu hana“ en að sögn Lorne Grabher, núverandi eiganda númeraplötunnar hefur hún verið í eigu fjölskyldu hans í 25 ár án vandræða.

Fréttastofan CBC hafði samband við stofnunina í Nova Scotia sem sagði að kvörtun hafi borist vegna einkanúmersins og að fólk hafi túlkað plötuna sem tákn kvenhaturs sem væri að hvetja til ofbeldis gegn konum. Þar af leiðandi var ákveðið að innkalla plötuna.

Grabher, sem vakti athygli á málinu á Facebook er ekki sáttur.

„Það hefur aldrei neinn komið að mér og sagst vera móðgaðir yfir plötunni,“ sagði hann í samtali við CBC. Sagði hann fólk stundum spyrja út í plötuna og hvort að um eftirnafn hans væri að ræða. „Ég hef svarað því játandi og þá hefur fólk yfirleitt bara aðeins hlegið og ekki sagt neitt meira.“

Frétt Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...