Pútín vill hitta Trump í Helsinki

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir við fjölmiðla í dag að hann væri reiðubúinn að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundi ríkja á Norðurslóðum í Helsinki h-fuðborg Finnlands í maí. Pútín er nú staddur á Norðurslóðaráðstefnu í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.

Rússlandsforseti vísaði því einnig á bug að hafa haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi bitnuðu einni á Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.

Trump hefur lýst yfir vilja sínu til þess að bæta samskiptin við stjórnvöld í Rússlandi en hann hefur átt undir högg að sækja heima fyrir vegna ásakana um tengsl við rússneska ráðamenn á meðan á kosningabaráttu hans stóð.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina