Slíta stjórnmálasambandi við Katar

Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar.
Fjögur arabíki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. AFP

Fjögur arabaríki, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar. Ástæðuna segja þau vera stuðning þarlendra stjórnvalda við hryðjuverkasamtök, líkt og Ríki íslams, og öfgamenn.

Ríkisfréttastofan í Sádi-Arabíu, SPA, tilkynnti í morgun að búið væri að stöðva ferðir á milli landsins og Katar. Heimildamenn SPA segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að tryggja öryggi þjóðarinnar fyrir hryðjuverkamönnum.

Yfirvöld í Katar segja ákvörðun ríkjanna fjögurra tilefnislausa og fordæma hana.

Barein varð fyrst ríkjanna til að slíta stjórnmálasambandinu og í kjölfarið fylgdu Sádi-Arabía og hin ríkin.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa gefið sendifulltrúum frá Katar tvo sólarhringa til að yfirgefa landið en þarlend stjórnvöld saka yfirvöld í Katar um að styðja fjárhagslega við bakið á hryðjuverkahópum.

Ekki er ljóst hvaða áhrif hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna á svæðinu hefur en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í opinbera heimsókn til Sádi-Arabíu. Bandaríski herinn er til að mynda með um 10 þúsund manna bækistöð í Katar.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Katar árið 2022.

Frétt BBC.

mbl.is
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...