Fjórir úr fjölskyldunni í haldi

AFP

Franska lögreglan hefur handtekið fjóra úr fjölskyldu mannsins sem ók á lögreglubifreið við Champs-Elysées breiðgötuna í París síðdegis í gær. 

Ökumaðurinn, Adam Dzaziri, lést við áreksturinn en mikil sprenging varð þegar hann ók bifreiðinna á lögreglubifreiða enda bifreið hans hlaðin vopnum og gaskútum. Dzaziri, sem var 31 árs, hafði verið á lista lögreglunnar yfir öfgafulla íslamista frá árinu 2015.

Fyrrverandi eiginkona, bróðir og mágkona Dzaziri, voru handtekin í gærkvöldi eftir að lögregla ræddi við þau á heimili fjölskyldunnar skammt fyrir utan París. Eins var faðir hans handtekinn í gærkvöldi.

Faðir Dzaziri segir að sonur hans hafi átt byssu og hún hafi verið skráð en hann hafi æft skotfimi. Árásin var gerð skammt frá þeim stað sem vígamaður skaut lögreglumann til bana fyrir tveimur mánuðum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert