„Stærstu mistök lífs míns“

Wyndham Lathem (t.v.) og Andrew Warren eru eftirlýstir, grunaðir um …
Wyndham Lathem (t.v.) og Andrew Warren eru eftirlýstir, grunaðir um morð.

Starfsmaður Oxford-háskóla og bandarískur háskólakennari sem grunaðir eru um að hafa myrt 26 ára gamlan Bandaríkjamann hafa gefið sig fram við lögreglu. Lýst var eftir þeim á dögunum, en á föstudag gáfu þeir sig fram friðsamlega eftir samningaviðræður við lögreglu. 

Frétt mbl.is: Kennarar eftirlýstir fyrir morð

Andrew War­ren, 56 ára gjald­keri við Oxford-há­skóla, gaf sig fram við lögregluna í San Francisco seint á föstudag, og Wynd­ham Lat­hem, 42 ára kenn­ari í ör­veru­fræði við Nort­hwestern-há­skóla í Chicago, gaf sig fram við lögregluna í Oakland um svipað leyti. Þeir eru grunaðir um að hafa stungið Trent­on Cornell-Duran­leau ítrekað þann 27. júlí sl.

Baðst afsökunar á aðkomu sinni

Lögreglan í Chicago fer með rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru uppi samningaviðræður við mennina um að gefa sig fram. „Báðir einstaklingar verða haldnir ábyrgir fyrir gjörðum sínum og við vonum að handtökurnar færi fjölskyldum hins látna ró,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni í Chicago eftir handtökuna.

Lögregla segir Lathem hafa sent myndband til fjölskyldu og vina þar sem hann baðst afsökunar á aðkomu sinni að morðinu. Sagði hann það „stærstu mistök lífs míns“. Í kjölfarið óttaðist lögregla að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. „Við erum þakklát fyrir að báðir menn voru færðir í hald lögreglu og málið endaði ekki í frekari hörmungum,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. 

Lagði inn pening í nafni fórnarlambsins

Daginn sem morðið var framið keyrðu Warren og Lathem til Wisconsin þar sem annar þeirra lagði þúsund dollara inn á bókasafn í nafni Cornell-Duranleaus. „Ég hef aldrei séð mál þar sem einhver sem grunaður er um morð hefur lagt inn pening í nafni fórnarlambs síns,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Morðið átti sér stað í Ri­ver North-hverf­inu í Chicago. Upp komst um málið er ein­hver í mót­töku fjöl­býl­is­húss­ins þar sem morðið var framið hringdi á lög­regl­una. 

Lög­regl­an í Chicago hef­ur ekki gefið upp hvert til­efni árás­ar­inn­ar var. Hún hef­ur hins veg­ar sagt að menn­irn­ir tveir hafi sést á eft­ir­lits­mynda­vél­um í að yf­ir­gefa fjöl­býl­is­húsið nótt­ina sem morðið var framið.

Frétt CBS fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert