248 látnir í Mexíkó

Björgunarmenn og sjálfboðaliðar leita enn af fólki í rústum.
Björgunarmenn og sjálfboðaliðar leita enn af fólki í rústum. AFP

Tala látinna í kjölfar jarðskjálftans í Mexíkóborg er kominn upp í 248. Þetta staðfesta mexíkósk yfirvöld en ríkisstjórnin hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og innanríkisráðherra Mexíkó hefur lýst yfir sérstöku neyðarástandi. Latin Times greinir frá. 

Frétt mbl.is: Skjálfti upp á 7,4 skek­ur Mexí­kó­borg

Tala látinna er hæst í Mexíkóborg en þar hefur verið staðfest að 117 hafi látið lífið. Þá hefur verið staðfest að 55 hafi farist í borginni Morelos. 

Björgunarmenn leita nú enn eftir röddum í rústum og hafa þjálfaðahunda sér til aðstoðar til að finna fólk í rústunum. Talsverðum fjölda fólks hefur verið bjargað úr rústum en aðstæður eru sagðar erfiðar, meðal annars vegna rafmangsleysis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert