Deili-húsnæði lausn á húsnæðiskreppunni

Tíu hæða byggingin sem stendur við bakka Thames-ár í norðvesturhluta London minnir helst á hótel, en svo er þó ekki heldur er þar á ferðinni líklega eitt stærsta deili-húsnæði [e. house-share] sem vitað er um. Þar býðst hundruðum ungra Lundúnabúa sem hafa orðið undir í húsnæðiskreppunni að leigja herbergi og fá aðgang að töluverðri þjónustu.

Old Oak-byggingin opnaði vorið 2016 og er sannkallað frumkvöðlaverkefni varðandi deili-húsnæði, hugtak sem nú er farið að vekja athygli utan Bretlands, m.a. í Bandaríkjunum.

Sameiginlegt rými Old Oak, þar sem íbúar geta haft það ...
Sameiginlegt rými Old Oak, þar sem íbúar geta haft það huggulegt saman, er prýtt litríkum húsgögnum. AFP

Borgarbúar í dag þekkja ekki nágranna sína, húsnæði verður sífellt dýrara og við höldum til fyrir aftan græjurnar okkar. Þessi lausn er að taka á því,“ hefur AFP-eftir Ryan Fix, ráðgjafa hjá The Collective, verktaka Old Oak.

Hann fullyrðir að deili-húsnæði sé enginn smámarkaður. „Þetta á eftir að verða risahreyfing á næstu áratugum,“ segir Fix.

Herbergi, bíósalur og veitingastaður

Ed Thomas, sem sér um viðhald á byggingunni, býður blaðamanni AFP í skoðunarferð.

„Hér eru rúmgóð herbergi með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn,“ segir hann og sýnir inn í 12 fermetra herbergi. Öll hin herbergin eru þegar í útleigu.

Old Oak-byggingin að utan. Það dytti væntanlega fæstum í hug ...
Old Oak-byggingin að utan. Það dytti væntanlega fæstum í hug að íbúar hér deildu með sér flestri aðstöðu. AFP

Sum herbergjanna hafa lítið baðherbergi með vaski og klósetti og svo smá eldunaraðstöðu. Leigjendur annarra herbergja deila eldunar- og baðherbergisaðstöðu með fleirum.

Í Old Oak-byggingunni er einnig að finna spa, líkamsræktarstöð, bókasafn, vinnuherbergi, veitingastað og jafnvel bíósal sem er jafnan fullur þegar þættir á borð við Game of Thrones eru þar í sýningu. Þar er einnig boðið upp á tónlistarkvöld og jógatíma.

Arkitektúrinn er í anda iðnbyltingarinnar og sameiginlegu rýmin eru prýdd litríkum hægindastólum og viðarhúsgögnum.

Veitingastaðurinn í Old Oak-byggingunni.
Veitingastaðurinn í Old Oak-byggingunni. AFP

Byggingin er í tíu mínútna göngufjarlægð frá tveimur neðanjarðarlestarstöðvum.

Ungt fólk í sívaxandi mæli á jaðrinum

Meirihluti íbúa Old Oak er ungt fólk á aldrinum 22-35 ára og meðaltekjur íbúa eru rúmar fjórar milljónir kr. á ársgrundvelli. Flestir þeirra þyrftu því væntanlega að leigja íbúð með fleirum og oft fólki sem þeir þekkja ekki.

Herbergi líkamsræktarþjálfarans Adam Saez. Hann lítur á leiguna í Old ...
Herbergi líkamsræktarþjálfarans Adam Saez. Hann lítur á leiguna í Old Oak sem fjárfestingu í framtíðinni. AFP

Það er algengt að Lundúnabúar þurfi að eyða 40-50% af tekjum sínum í húsnæðiskostnað, segir James Mannix, hjá Knight Frank fasteignaleigunni og -sölunni. 

„Það er erfitt að finna leiguhúsnæði í London og ungt fólk lendir í sívaxandi mæli á jaðrinum,“ segir Ed Thomas hjá Collective. „Það er tímafrekt að finna húsnæði og þegar maður flytur einhvers staðar inn þá eru litlar líkur á að maður finni hóp fólks sem manni semur við. Við erum að reyna að taka á þeim vanda.“

Íbúar Old Oak geta líka nýtt sér líkamsræktarstöðina í húsinu.
Íbúar Old Oak geta líka nýtt sér líkamsræktarstöðina í húsinu. AFP

Knight Frank áætlar að leiguverð herbergis í íbúð sem deilt er með öðrum sé um 1.602 pund (223.000 kr.) á mánuði miðsvæðis í London og um 954 pund (133.000 kr.) fjær miðbænum. Leiguverð herbergja í Old Oak eru á svipuðu róli og leiguverð fjær miðbænum.  Algengt leiguverð fyrir herbergi er á bilinu 850-1.100 pund á mánuð og innifalið er rafmagn, netnotkun, fasteignaskattar og sameiginleg rými. Stærstu herbergin eru hins vegar leigð á rúm 1.400 pund.

Sér leiguna sem fjárfestingu

Adam Saez, 26 ára ástralskur líkamsræktarþjálfari sem hefur búið í Old Oak í rúmt ár, lítur á leiguna sem „fjárfestingu“. „Ég hef ekki bara eignast vini, heldur hef ég líka eignast gott tengslanet. Þannig að ég hef kynnst fullt af fólki sem ég vinn núna líka með,“ segir hann.  

Svissnesk-ítalski námsmaðurinn Sarah Sinigaglia, sem nýlega flutti til London, er á sama máli. „Hér er auðvelt að hitta fólk,“ segir hún. „Á kvöldin getur maður farið niður [...] í anddyrið eða á barinn og þar er fullt af fólki sem er eitt eins og ég.“

Sarah Sinigaglia er frekar nýkomin til London. Henni finnst gott ...
Sarah Sinigaglia er frekar nýkomin til London. Henni finnst gott að geta skroppið niður og talað við aðra íbúa þegar hún upplifir sig eina. AFP

Fleiri hús í uppbyggingu

Fyrsta deilihúsnæði Collective var fjármagnað af fjölskyldu frá Singapore fyrir ónefnda upphæð. Nú er unnið að tveimur nýjum byggingum í austurhluta London. Önnur er í nágrenni Olympic Park í Stratford og hin er í viðskiptahverfinu, Canary Wharf. Búist er við að þær verði teknar í notkun 2019 og að þá leigi Collective út alls 1.000 herbergi.

Starfsmaður Old Oak að störfum.
Starfsmaður Old Oak að störfum. AFP

Forsvarsmenn Collective horfa líka út fyrir landsteinana og sjá möguleika hjá öðrum hópum, til að mynda fjölskyldum.

Fasteignasalinn Mannix segir hugmyndafræðina að baki deilihúsnæði vera góða – því með henni megi finna húsnæði á heppilegu verði. Þetta henti einnig vel byggingaverktökum og sé svar einkageirans við húsnæðiskreppunni sem stjórnvöld séu að bregðast í að taka almennilega á.

íbúar að störfum í vinnurýminu sem þeir deila með sér.
íbúar að störfum í vinnurýminu sem þeir deila með sér. AFP
mbl.is
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...