Tugir létust í árás í Egyptalandi

mbl.is/Kristinn

Að minnsta kosti 54 létust og að minnsta kosti 75 særðust í árás sem gerð var í mosku í Egyptalandi í morgun. Fréttir af árásinni eru enn mjög óljósar en yfirvöld hafa staðfest tölur um mannfall.

Menn vopnaðir byssum og sprengjum eru sagðir hafa ruðst inn í mosku í Sinai-héraði í morgun er hún var full af fólki við föstudagsbænir og sprengt sprengjuna. Árásin var gerð í nágrenni borgarinnar El-Arish.

Í frétt BBC er haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir hafi komið á fjórum jeppum að moskunni og hafið skotárás á fólkið sem þar var inni. Meðal þeirra sem voru að biðjast fyrir voru lögreglumenn og er jafnvel talið að þeir hafi verið skotmark árásarinnar.

Lögreglan á svæðinu hefur undanfarið þurft að berjast gegn uppgangi hryðjuverkahópa sem ítrekað hafa gert árásir á almenna borgara. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 23/7, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4...
Heimavík
...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...