Snjókoma í Sahara

Þessi mynd var birt á ferðavefnum Discover Algeria.
Þessi mynd var birt á ferðavefnum Discover Algeria. Skjáskot/Twitter

Það snjóaði í Sahara-eyðimörkinni á sunnudag. Þetta er í fjórða sinn á 37 árum sem slíkt gerist í nágrenni bæjarins Ain Sefra í Alsír. Bærinn er kallaður „hlið eyðimerkurinnar“.

Á myndum má sjá að snjórinn þakti sandöldurnar og í frétt Forbes um málið segir að hann hafi verið allt að 40 sentímetra djúpur. 

Meðalhiti á svæðinu í júlí ár hvert er tæpar 38°C. Íbúar í bænum eru því mun vanari því að fást við mikinn hita heldur en kulda og snjó.

Snjórinn var þó fljótur að hverfa á sunnudag þar sem hitastigið fór fljótlega upp í tæplega 6 gráður.

Síðustu 37 ár hefur þrisvar sinnum áður snjóað á þessum slóðum eða árin 1979, 2016 og 2017. Þetta er því þriðja árið í röð sem snjór hylur sandöldurnar.mbl.is

Bloggað um fréttina

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...