Bannon yfirheyrður af þingnefnd

Steve Bannon mætir á fund þingnefndarinnar í dag.
Steve Bannon mætir á fund þingnefndarinnar í dag. AFP

Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, var yfirheyrður af bandarískri þingnefnd í dag vegna meintra tengsla kosningateymis Trumps við stjórnvöld í Rússlandi en Bannon var háttsettur starfsmaður teymisins.

Fram kemur í frétt AFP að yfirheyrslan hafi verið lokuð en búist sé við að þjarmað hafi verið að Bannon sem talinn er aðalheimildamaðurinn á bak við bókina „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ eftir bandaríska blaðamanninn Michael Wolff. 

Talið er að Bannon geti veitt þingnefndinni mikilvægar upplýsingar um möguleg tengsl við rússnesk stjórnvöld sem grunuð eru um að hafa haft afskipti af kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert