Skutu á mann sem ógnaði þeim með hnífi

google

Öryggisverðir á járnbrautastöð í borginni Ghent í Belgíu skutu á mann sem hafði ógnað þeim með hnífi. Hvorki er vitað um líðan mannsins eftir atvikið né hver var ástæða árásarinnar, samkvæmt belgískum miðlum. 

Viðbúnaðarstig vegna mögulegrar hryðjuverkaógnar var lækkað á mánudaginn síðastliðinn. Fram af því hafði verið hæsta viðbúnaðarstig í landinu í þrjú ár. Mannskæð hryðjuverkaárás var gerð í landinu árið 2016. Hins vegar munu hermenn halda áfram að gæta helstu staða þar sem árás gæti verið gerð. 

Alríkissaksóknari sem er með málefni hryðjuverka sagði við AFP-fréttastofu að þetta mál hafi ekki komið inn á borð til embættisins. Hins vegar gæti það gert það síðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert